Lundarskóli í Skólahreysti

Lundarskóli í skólahreysti😊
Fyrr í vetur var keppt í Skólahreysti hér á Akureyri þar sem lið Lundarskóla bar sigur úr býtum og tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppninni.
Á morgun miðvikudaginn 27.maí verður sýnt í sjónvarpinu, á RÚV frá riðlinum sem var hér á Akureyri þegar liðið okkar tók þátt í keppninni. Síðan verður sent beint á RÚV frá riðlakeppninni sem fer fram 28. og 29. maí þar sem aðrir skólar á landinu taka þátt til að komast í úrslitakeppnina. Að lokum kemur svo að úrslitakeppninni sjálfri þar sem okkar fulltrúar taka þátt.
Úrslitakeppnin verður í beinni útsendingu á RÚV kl. 19:40 laugardaginn 30.maí. Við hvetjum alla til að fylgjast með okkar íþróttafólki. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu og heiminum verður keppnin verður án áhorfenda og á varamanna.
Fyrir hönd Lundarskóla keppa:
Iðunn Rán Gunnarsdóttir 9.bekk
Sigrún Rósa Víðisdóttir 9.bekk
Aron Orri Alfreðsson 10.bekk
Jóhann Gunnar Finnsson 10.bekk
Kennari er Birgitta Guðjónsdóttir
Við hlökkum til að fylgjast með okkar frábæru fulltrúum.
Áfram Lundarskóli💪👍😁