Sími Lundarskóla 462 48 88
Sími Frístundar: 462 4560

Forritarar framtíðarinnar

Vinnutímaskráning starfsfólks

Heilsueflandi grunnskóli

Leitin að grenndargralinu

Færslusafn

Veðrið

Frístund

Dagatal Frístundar 2017 – 2018 –  Dvalarsamningur  – Verðskrá  – Uppsagnareyðublað – Viðmiðunarreglur fyrir Frístund

FRÍSTUND Sími 462 4560 og netfangið er hildurs@akmennt.is

 

Frístund er tilboð fyrir 1.-4. bekk og er hluti af skólastarfinu og fylgir stefnu skólans. Börnin eiga kost á dvöl í Frístund eftir að skólatíma líkur til kl. 16:15.
Markmið

Meginmarkmið Frístundar er að sameina uppeldi og menntun við hæfi þeirra barna sem Frístundar njóta, að örva alhliða þroska þeirra, að efla með þeim virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, að efla sjálfstæði, ábyrgð, umburðarlyndi og vináttu. Að skapa börnunum umhverfi með aðstöðu til fjölbreyttra leikja og vinnu. Börnunum er gefinn kostur á að velja úr tilboðum um margvísleg verkefni þar sem þau geta fengið útrás fyrir leikja-, hreyfi- og sköpunarþörf.
Skráning
Forskráning fer fram á vorin um leið og 6 ára börn eru innrituð í skólann. Í ágúst þarf að staðfesta skráninguna og skrifa undir dvalarsamning. Lágmarks tímafjöldi er 20 tímar á mánuði.

Skráningargjald………………………………… 7.360 kr.

Hver klukkustund fyrstu 20 klst. …………368 kr.

Hver klukkustund eftir fyrstu 20 klst. ….368 kr.

Síðdegishressing pr. dag ……………………..135 kr.

Innheimta fer í gegnum innheimtukerfi bæjarins. Systkinaafsláttur gildir á milli Frístundar, leikskóla og dagmæðra.
Staðfest skráning gildir út allt skólaárið. Felur hún í sér tímann sem barnið er í Frístund á hverjum degi, sem foreldri greiðir fyrir samkvæmt gildandi gjaldskrá á hverjum tíma. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur á skráningu er 1 mánuður.

 

Starfsfólk 

Umsjónarmaður Frístundar Hildur Elínar Sigurðardóttir,  Bjarney B. Ríkharðsdóttir, Karen Dögg Geirsdóttir, Sigrún Kjartansdóttir og Svala Dröfn Árnadóttir

 

  • Þá daga sem kennsla er felld niður, t.d. vegna veðurs eða annars ófyrirséðs skulu skólavistanir vera opnar á venjulegum tíma, þ.e. frá hádegi fyrir þau börn sem skráð eru í vistun. Skólar loka ekki í slíkum tilvikum heldur eru opnir fyrir þau börn sem þangað leita.

 

  • Skólavistanir skulu þá einnig vera opnar fyrir aðra nemendur á þeim tíma sem þeir hefðu átt að vera í kennslustundum og skal þá greitt fyrir hvern klukkutíma. Þessa vistun þurfa foreldrar að panta með viku fyrirvara.

 

  • Á hverju skólaári er Frístund lokuð sem svarar þremur dögum vegna skipulagsvinnu og koma þeir dagar fram á skóladagatali Lundarskóla.

Skólaárið 2017 -2018 verður lokað 2. október, 3. janúar og 14. febrúar. Auk þess hafa skólayfirvöld ákveðið að lokað verði í vetrarfríi 15. og 16. febrúar.

 

  • Breytingar á mánaðarlegri skráningu er hægt að gera, ef það er gert fyrir 20. næsta mánaðar á undan.

 

  • Á löngum dögum þegar Frístund er opin allan daginn og á þeim dögum sem ekki er hefðbundin kennsla gildir föst skráning EKKI og þarf að skrá sérstaklega á þá daga og er greitt sérstaklega fyrir þá. Fyrir þessa daga þarf að skrá nemanda fyrir 20. næsta mánaðar á undan með því að senda tölvupóst á deildarstjóra Frístundar. Þessir dagar eru merktir á skóladagatalinu.

 

  • Veikindi, frí og önnur forföll þarf að tilkynna fyrir kl. 11:00 til ritara skólans í síma 462 4888 eða frá kl. 13:00 í  síma Frístundar 462 4560.

 

 

  • Ef um breyttan áður skráðan tíma er að ræða er hægt að senda börnin með skrifleg skilaboð, t.d. ef þau eiga að fara fyrr heim eða heim með vini. Leyfi til þess þurfa að koma frá foreldrum/forráðamönnum.