Litlu jól í Lundarskóla

Litlu jólin í Lundarskóla verða með svipuðu sniði og síðasta ár. Nemendur á unglingastigi það er 8. – 10.bekkur verða með sín litlu jól 19. desember kl. 19:30. Þá mæta nemendur í heimastofur með sínum umsjónarkennurum, lesa jólasögu, borða smákökur, drekka kakó í boði skólans og hafa huggulega stund saman. Þessi tími á að taka 45 mínútur. Kl. 20:15 mæta nemendur í sal, dansa í kringum jólatré, marséra og fl. sem til fellur. Umsjónarkennarar nemenda í þessum árgöngum  verða með þeim á litlu jólunum.

Litlu jólin hjá 1. – 7.bekk verða þrískipt þann 20. desember. Nemendur í 2. – 7.bekk mæta aðeins á sín litlu jól.

Varðandi 1.bekk þá sýna nemendur helgileik á öllum litlu jólunum. Umsjónarkennarar sjá um að skipta nemendum í hópa og skipuleggja allt varðandi sýninguna og þann tíma sem nemendur eiga að vera í skólanum. Umsjónarkennarar senda nánari upplýsingar heim til foreldra/forráðamanna um hópaskiptingar og tímasetningar.

Skipulag og tímasetningar á litlu jólum þann 20. desember er eftirfarandi:

  1. hópur. 2., og 5. bekkur mætir kl. 8:30 í heimastofur og heldur sín stofujól. Lesa sögu, borða smákökur, drekka kakó í boði skólans og hafa huggulega stund saman. Kl. 9:30 koma þessir árgangar í sal, horfa á helgileik og dansa í kringum jólatréð. Eftir dansinn í salnum fara nemendur í jólafrí.
  2. hópur. 1., 6. og 7. bekkur mætir kl. 9:30 í heimastofur og heldur sín stofujól. Lesa sögu, borða smákökur, drekka kakó í boði skólans og hafa huggulega stund saman. Kl. 10:15 koma þessir árgangar í sal, horfa á helgileik og dansa í kringum jólatréð. Eftir dansinn í salnum fara nemendur í jólafrí.
  3. hópur. 3. og 4. bekkur mætir kl. 10:50 í heimastofur og nemendur fara saman í salinn. þessir árgangar koma fyrst í sal, horfa á helgileik og dansa í kringum jólatréð. Síðan fara nemendur með umsjónarkennurum í heimastofur og halda sín stofujól. Lesa sögu, borða smákökur, drekka kakó í boði skólans og hafa huggulega stund saman. Nemendur verða á litlu jólunum/stofujólum u.þ.b. til kl. 12:15 eða12:30. Eftir stofujólin fara nemendur í jólafrí.

Ef eitthvað er óljóst varðandi litlu jólin og skipulagið þann 20. desember þá má hafa samband við umsjónarkennara.

Að lokum má geta þess að fimmtudaginn 19.desember ætlum við að hafa jólafatadag þar sem nemendur og starfsfólk er hvatt til að mæta í jólapeysu, með jólahúfu eða í einhverju sem tengist jólunum t.d. rauðu.