Litlu jól á morgun 19.des

Litlu jólin verða 19.desember hér í Lundarskóla og hver árgangur mætir í skólann um tvær klst. í senn. 

Lengdur opnunartími er í frístund þennan dag og þeir sem nýta hana geta haft samband við Jóhönnu habjei@akmennt.is varðandi skráningu og tímasetningu.

Nemendur eiga að mæta á litlu jólin á eftirfarandi tíma.

Kl. 8:15 mæta nemendur í 3., 7. og 10.bekk

Kl. 9:45 mæta nemendur í 2., 5. og 8.bekk

KL. 11:15 mæta nemendur í 4., 6. og 9.bekk

1.bekkur fær upplýsingar um mætingu hjá kennurum 1.bekkjar.

Allir nemendur eiga að mæta í sína heimastofu og þar verða nemendur með hátíðlega stund með umsjónarkennurum. Þar á eftir verður jólaball á sal.

Þar sem við ætlum að vera með hátíðlega stund saman er við hæfi að mæta í sparifötum eða snyrtilegum klæðnaði.