Lestrarátak í 1. og 2. bekk

1. og 2. bekkur hefur síðastliðnar þrjár vikur unnið með bókina Sjóræningjarnir í næsta húsi. Unnin hafa verið fjölbreytt verkefni m.a. var börnunum blandað saman í stöðvavinnu þar sem íþróttakennarar unnu einnig með umsjónarkennurum. Í tengslum við þessa vinnu var eflt til lestrarátaks þar sem börnin söfnuðu gullsteinum í fjársjóðskistu. Fyrir hverjar 60 mínútur sem barn las/hlustaði á sögu fékk það að setja einn gullstein í fjársjóðskistuna. Alls söfnuðust 498 steinar sem jafngildir rúmum 20 sólarhringum! Við erum afskaplega stolt af börnunum og foreldrum þeirra því þetta krefst góðs samstarfs heimilis og skóla.