Lestrarátak Ævars vísindamanns

Við í Lundarskóla viljum hvetja alla nemendur í 1. – 7. bekk til að taka þátt í lestrarátaki Ævars vísindamanns sem stendur yfir frá 1. janúar til 1. mars. Í lok átaksins dregur Ævar út nöfn fimm barna og fá þau í verðlaun að verða persónur í nýrri ævintýrabók, Bernskubrek Ævars vísindamanns 2: Árás vélmennakennaranna, sem kemur út með vorinu hjá Forlaginu – svo það er til mikils að vinna.

Fyrirkomulagið er þannig að fyrir hverjar þrjár bækur sem nemendur lesa fylla þau út svokallaða lestrarmiða (sem hægt er að nálgast hjá umsjónarkennurum, skólabókasafni og á vef Ævars vísindamanns). Foreldri eða kennari kvitta á hvern miða og svo verður miðinn settur í lestrarkassa á næsta skólabókasafni. Það skiptir engu máli hvort bókin sem er lesin sé löng eða stutt, teiknimyndasaga, myndasögusyrpa eða skáldsaga – bara svo lengi sem börnin lesa.

Foreldrar og nemendur geta sótt nánari upplýsingar á vef Ævars vísndamanns á slóðina http://www.visindamadur.com/#!lestraratak/cypb