Lego „sumo-glímukeppni“

Í dag hittust Lego lið frá Lundarskóla, Glerárskóla og Hrafnagilsskóla og kepptu í Sumo glímukeppni þar sem markmiðið er að koma andstæðingnum út fyrir keppnissvæðið. Lundarskóli var með 3 lið, Glerárskóli með 2 lið og eitt lið kom frá Hrafnagilsskóla. Keppnin var tvenns konar. Fyrst var keppt í flokki fjarstýrðra tækja og þar bar lið frá Lundarskóla sigur úr býtum. Síðan var keppt í flokki forritaðra tækja og þar hafði Hrafnagilsskóli  sigur.