Kæru foreldrar/forráðamenn barna í Lundarskóla

Þetta eru skrýtnir og krefjandi tímar fyrir okkur öll. Margir eru skelkaðir og óöruggir með hvað má og ekki má. Ég hef fengið spurningar um það hvort börn megi hittast eftir skóla og þá börn sem eru ekki í sama ,,hólfi“ í skólanum. Mér barst svar við þessari spurningu sem kom frá landlæknisembættinu og langar mig að áframsenda þetta svar til ykkar.
Engar formlegar leiðbeiningar eru varðandi þetta. En vegna almenns samkomubanns sem kveður á um 2 metra fjarlægð í hópum þá mæli ég ekki með því að stefna hópi barna saman utan skóla. Ef krakki er alveg einkennalaus (sum sé ekki með kvefpest, hálsbólgu eða því um líkt) þá myndi ég mæla með að í mesta lagi 2-3 börn leiki saman. Láta börnin þvo sér um hendur fyrir og eftir leik og takmarka tímann sem þau eru saman. Minna börn á að snerta ekki andlit og ef þau þurfa að hnerra að hnerra í olnbogabót. Minna þau á að deila ekki mat eða drykk því það er eins og náin snerting þó veiran smitist ekki með matvælum. Gott er að leyfa þeim að fara út en betra að vera úti í garði heldur en á leikvelli þar sem margir gætu annars safnast saman og mikið um hluti sem allir snerta.

Þá langar mig einnig að benda ykkur á þetta efni sem fjallar um aðgerðir í skólum til að draga úr smiti.
http://stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5cf16b5a-678f-11ea-945f-005056bc4d74
Kærar kveðjur
Rannveig skólahjúkrunarfræðingur