Jón Kristinn með silfur í Færeyjum

Vinningshafar NM 2015

Jón Kristinn lenti í öðru sæti á Norðurlandamótinu í skólaskák sem fram fór nú um helgina. Jón Kristinn keppti í B-flokki sem  var fyrir keppendur sem fæddir eru 1998-1999. Hann tefldi mjög vel á mótinu og endaði í 2. sæti á eftir Fide-meistaranum Lars Oskar Hauge. Þeir gerðu reyndar jafntefli í 1. umferð mótsins en Hauge þessi er með 2362 alþjóðleg skákstig. Auk silfursins í sínum flokki fékk Jón 71 skákstig í hattinn og árangurinn samsvaraði 2289 skákstigum.
Nánar um þetta hér