Jólagjöfin handa afa og ömmu eða stofuprýði fyrir pabba og mömmu.

Kæru foreldrar og forráðamenn

Skólamyndirnar sem teknar voru af nemendum í haust eru nú til sýnis og sölu hjá ritara skólans og munu vera fram til 10.desember. Eftir þann tíma mun ljósmyndarinn nálgast þær aftur og ekki eins auðvelt að nálgast myndirnar eftir það.

Það eru því allir hvattir til að nálgast myndirnar af sínu barni/börnum sem allra fyrst.

Myndirnar kosta 4500.- og afhendast þannig

Hópmynd í str. 20×30

Einstaklingsmynd í str. 13×18 (tilvalið fyrir foreldra í ramma heima í stofu)

2 stk einstaklinsmyndir í str. 10×15 (tilvaldar fyrir ömmur og afa í jólagjöf)