Íþróttakennsla færist út

Í næstu viku færist íþróttakennslan út.

Nemendur þurfa að vera klæddir eftir veðri en þeir eru úti í um eina og hálfa klukkustund í senn. Nemendur mæti í góðum skóm sem henta til íþróttaiðkunar og gott er að  hafa með sér auka sokka.

Klefar og sturtur verða opnar í íþróttahúsinu fyrir þá sem vilja skipta um fatnað og fara í sturtu.

1. – 4. bekkur mætir í útitímana við sparkvöllinn fyrir ofan skólann en 5.-10. bekkur mætir sunnan við KA heimilið.

 

Bestu sumarkveðjur

Íþróttakennarar