Íslandsmeistarar

Í gær varð 4.flokkur drengja í KA íslandsmeistarar í knattspyrnu. Í þessu liði voru margir drengir sem eru nemendur í Lundarskóla og við erum því ákaflega stolt af þeim. Við vitum að þeir leggja mikið á sig til að ná árangri sem þessum.
 
Við óskum þeim og liðinu þeirra til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn ⚽️💪