Í lok skólaárs

Núna styttist í annan endann á þessu skólaári. Síðustu dagar skólaársins verða með nokkuð óhefðbundnu sniði þar sem nemendur taka þátt í vettvangsdögum og 10. bekkur fer í skólaferðalag. Miðvikudaginn 29. maí og föstudaginn 31. maí verða vettvangsdagar og þá lýkur kennslu um kl. 12:00. Eftir kennslu fara nemendur í mat. Þess má geta að síðari vettvangsdaginn ætlar foreldrafélagið að grilla pylsur fyrir nemendur og starfsfólk á útigrillinu okkar á skólalóðinni.

Síðasti skóladagurinn verður þann 3. júní og þá verður kennsla til kl. 11:00. Þessi dagur er tvöfaldur nemendadagur þar sem kennt verður fyrir hádegi og skólaslit eftir hádegi. Ekki verður boðið upp á mat þennan dag en þeir sem eru skráðir nú þegar í Frístund fá hádegismat.

Skólaslit þann 3. júní verða í sal Lundarskóla. Þá mæta nemendur í sal skólans samkvæmt skipulaginu hér neðar.  Þar mun skólastjóri segja nokkur orð og að því loknu fara nemendur í stofur til umsjónarkennara og fá afhentan vitnisburð.

Skólaslit verða á eftirfarandi tímum:

  • – 3. bekkur kl. 13:00
  • – 6. bekkur kl. 14:00
  • – 9. bekkur kl. 15:00
  • Útskrift 10. bekkjar 17:30, kaffihlaðborð fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans.

Foreldrar og forráðamenn eru ávallt hjartanlega velkomnir í skólann og á skólaslitin.

Við þökkum nemendum, foreldrum/forráðamönnum og starfsfólki Lundarskóla fyrir gott samstarf í vetur og hlökkum til að starfa áfram með ykkur öllum. Við óskum einnig útskriftarnemendum og aðstandendum þeirra velfarnaðar í framtíðinni.

Kær kveðja skólastjórnendur Lundarskóla.