Hurðaskreyting

Nú í desember fór fram keppni í hurðaskreytingum. Frá því í byrjun desember hafa nemendur skólans tekið þátt í að skreyta hurðirnar á stofunum og nú í byrjun vikunnar fór fram kosning á best skreyttu/fallegustu hurðinni. Um lýðræðislegt kjör var að ræða þar sem allir nemendur og starfsmenn skólans gátu kosið eina hurð. Ekki var í boði að kjósa eigin hurð.  Ein hurð á hvoru stigi, í 1. -5. bekk og 6.-10. bekk, hlaut viðurkenningu/verðlaun fyrir skreytinguna. Vinningshafar á yngra stigi voru nemendur í 3. bekk og á eldra stigi voru það nemendur úr 8. bekk (s) sem báru sigur úr býtum.

Hér má sjá myndir af skreyttum hurðum skólans.