Hjólareglur í Lundarskóla

Hjólanotkun barna í Lundarskóla er töluverð og því teljum við rétt að árétta eftirfarandi hjólareglur sem eru í gildi við skólann:
1. Nemendur i 3. bekk og eldri mega koma á hjóli i Lundarskóla.
Nemandi sem kemur á hjóli í Lundarskóla gerir það á áhættu og ábyrgð foreldra/forráðamanna sem skulu meta færni og getu nemandans sem og aðstæður til að hjóla í skólann.
Óleyfilegt er að koma á reiðhjóli í Lundarskóla nema að nota viðeigandi öryggisbúnað.
2. Ekki má nota reiðhjól í frímínútum eða meðan á skólastarfi og Frístundargæslu stendur. Það getur leitt til slysa nemenda sem eru að leik á skólalóðinni. Því er hjólaumferð ekki leyfð á skólalóð frá kl. 8-16. Við brot á þessari reglu má skólinn kyrrsetja hjól og skal foreldri eða forráðamaður þá sækja hjólið.
3. Þegar komið er á hjóli í skólann á að geyma hjól læst á skólalóðinni í eða við hjólagrindur. Skólinn ber enga ábyrgð á hjólum. Ef hjól týnist, skemmist eða annað slíkt er ekki hægt að óska eftir skoðun atvika í öryggismyndavélaupptökum. Þjófnað eða skemmdarverk getur viðkomandi kært til lögreglu.
4. Reiðhjól má ekki nota á milli KA heimilis og skóla á skólatíma nema íþóttir séu fyrsti eða síðasti tími nemanda.
5. Þessar reglur gilda einnig fyrir rafknúin hjól.