Hjóladagur fjölskyldunnar

Laugardaginn 20.september er Hjóladagur fjölskyldunnar

Hjólalest fer frá öllum grunnskólum bæjarins og gaman væri að sjá sem flesta mæta í Lundarskóla. Lagt er af stað kl 12:30 og mun Hjólreiðafélag Akureyrar leiða hjólalestir að nýum hjólreiða- og göngustíg við Drottingarbraut.

13:00 verður nýr göngu- og hjólreiðastígur formlega vígður við gatnamót Miðhúsabrautar og Drottningabrautar. Hjólað saman að Ráðhústorgi.

13:30 verður dagskrá á Ráðhústorgi sem hér segir

Grillaðar pylsur og drykkir í boði

Kynning á vistvænum ökutækjum og rafhjólum

Börnin fá að skreyta göturnar

Myndataka fyrir þá sem vilja, í bílstjórasæti strætó

Slökkviliðið mætir á svæðið