Heilsueflandi skóli

Við minnum á að Lundarskóli er heilsueflandi grunnskóli og hvetjum við nemendur  til að mæta með hollt og gott nesti. Holl næring á skólatíma stuðlar að betri árangri nemenda í námi og leik og getur einnig verið mikilvæg leið til að efla heilsu nemenda.

Hugmyndir að næringarríku og hollu nesti:

  • Gróft brauð, flatkökur og hrökkbrauð með hollu áleggi, t.d. brauðosti, smurosti, kotasælu, kjúklingi, hummus, lifrarkæfu, papriku, agúrku, tómötum, eggjum, salati og avókadó, svo eitthvað sé nefnt
  • Ávextir, t.d. appelsínur, epli, bananar, vínber, ýmir ber og perur
  • Grænmeti, t.d. gulrætur, tómatar, agúrka, spergilkál og blómkál
  • Ostabitar
  • Grísk jógúrt með múslí og aðrar sykurlitlar mjólkuvörur
  • Holla þeytinga
  • Harðfiskur
  • Þurrkaðir ávextir
  • Nóg vatn að drekka (vatnsvélar í skólanum til að fylla á brúsa)

Minnum á að Lundarskóli er hnetulaus skóli.

Heilsueflandi nefnd Lundarskóla