Hafragrautur og vatn

Lundarskóli er heilsueflandi grunnskóli og því stendur nemendum til boða að fá sér hafragraut kl. 8:00  áður en skóli hefst. Einnig er hafragrautur í boði fyrir nemendur í 7.-10.bekk í frímínútum kl. 9:40. Hafragrautur er hollur og góður morgunmatur.

Af gefnu tilefni viljum við ítreka það að við drekkum vatn og mjólk í skólanum. Allir nemendur geta fengið sér kalt vatn úr vatnsvél en þeir verða að hafa með sér brúsa eða glas til að drekka úr. Hægt er að geyma glösin/brúsana í heimastofum eða læstum skápum þar sem við á.