Göngum í skólann

Lundarskóli er skráður til leiks í átakinu göngum í skólann og stendur það yfir frá 6. september – 4. október. Markmiðið með átakinu er að nemendur tileinki sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Með átakinu er einnig verið að draga úr umferð og mengun við skólann og er það öllum til góða. Hvetjum við því nemendur til að koma gangandi eða hjólandi í skólann.