Góð rýmingaræfing og Gulur dagur á morgun

Í morgun var rýmingaræfing í skólanum sem tókst mjög vel. Nemendur fóru eftir fyrirmælum og voru snöggir að rýma skólann. Þessi æfing gaf til kynna smá hnökra varðandi skipulagið hjá starfsfólki og þeirra staðsetningu. Skólastjórnendur munu endurskoða áætlunina í samstarfi við slökkvilið Akureyrar og lagfæra það sem þarf að lagfæra.

Að öðru þá er ávallt gulur dagur í Lundarskóla síðasta kennsludag fyrir páska. Við hvetjum nemendur og kennara til að mæta í einhverju gulu á morgun föstudaginn 12. apríl.