Gleðileg jól

Á jólunum sannast enn gömul gildi
að gefa er sælla en þiggja,
öllum að sýna mannúð og mildi
að lítilmagnanum hyggja.
Kærleik og umhyggju öðrum að sýna
ylinn í hjarta þér vekur.
Þú skalt ekki úr sálinni barninu týna
það skuggana burt frá þér hrekur.

F.E.

Gleðilega jólahátíð
heillaríkt komandi ár
Megi ljós og friður lifa með okkur öllum

Kærar þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Starfsfólk Lundarskóla.