Fróðleikur

Lundarskóli er SMT skóli. SMT- skólafærni byggir á hugmyndafræði PMT og hefur verið innleidd í nokkra leik-og grunnskóla Akureyrarbæjar. SMT-skólafærni er hliðstæð aðferð og PMT þar sem lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr hegðunarvanda með því m.a. að kenna og þjálfa félagsfærni, hvetja æskilega hegðun og samræma viðbrögð starfsfólks gagnvart nemendum sem sýna óæskilega hegðun. SMT-skólafærni rýmar vel við Aðalnámskrá grunnskóla kafla 13.2.2. þar sem áhersla er lögð á  jákvæðan skólabrag og starfsanda. Til að stuðla að jákvæðum skólabrag þarf að leggja áherslu á námsaga, sjálfsaga nemenda, góða umgengni, jákvæð samskipti, sáttfýsi, umburðarlyndi og kurteisi. Einnig þarf ávallt að efla sjálfsvirðingu nemenda og virðingu þeirra gagnvart öðrum, eigum annarra og umhverfinu. Mikilvægt er að heimili og skóli séu samstíga í þessum málum.