Fróðleikur um læsi

Í orðinu læsi felst að geta skrifað, lesið eða talað tungumál. Að vera læs felst í því að einstaklingar geti nýtt sér lestur, lesskilning og ritun í daglegum viðfangsefnum. Í upphafi skólagöngu er lagður gunnur að lestrarnámi barna og smá saman eykst færni þeirra í lestri. Börnin þurfa að lesa jafnt og þétt til að ráða við stigþyngjandi lesefni. Ef brestir verða í þjálfuninni er hætta á að viðunandi árangur náist ekki. Þjálfunin þarf að vera allt frá 1.bekk upp í 10.bekk.

Börnin lesa í skólanum og einnig er heimalestur afar mikilvægur. Stuðningur foreldra við lestur er því mikilvægur svo árangurinn verði góður.

Í Lundarskóla er kennsluaðferðin Byrjendalæsi notuð í 1.og 2. bekk. Meginmarkmið Byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í læsi sem allra fyrst á skólagöngu sinni. Hér er áhugaverður linkur sem segir frá og sýnir Byrjendalæsi í skólum. http://www.youtube.com/watch?v=145lNe5nH-k