Franskar stúlkur í verknámi

Fanny og Océane Undanfarnar tvær vikur hafa þær Fanny og Océane verið hjá okkur í starfsnámi. Þær stunda nám í skóla sem heitir Maison Familiale Rurale og er verkmenntaskóli í Suður- Frakklandi og hefur skólinn sent nemendur til Íslands síðustu sex ár í starfsnám en er nú í fyrsta skipti að senda nemendur til Akureyrar. Þær stöllur hafa mest verið í 2. og 4. bekk og aðeins komið við í 9. bekk. Þeim var boðið á Árshátíðarball unglingastigsins og skemmtu sér hið besta. Þær voru afar ánægðar með dvölina í Lundarskóla og kveðja Akureyri með söknuði.