Fræðsla fyrir foreldra fimmtudaginn 23.janúar kl. 20:00 á sal Brekkuskóla

Undanfarin ár hefur Þorgrímur Þráinsson haldið fyrirlestur fyrir alla nemendur 10. bekkjar á landinu undir heitinu „Láttu drauminn rætast“.Þar segir hann lífreynslusögur af Ólafi Stefánssyni handboltakappa, Gylfa Sigurðssyni hjá Tottenham og handalausum tennisleikara, svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess fjalla hann um mikilvægi þess að nemendur beri ábyrgð á eigin lífi og árangri, kenni ekki öðrum um. Hann hvetur þá til að eflast við mótlæti, hjálpa til á heimilinu, eiga falleg samskipti við foreldra og aðra, hrósa, gera góðverk og hann teiknar upp hvernig nemendur geta farið út fyrir þægindahringinn, skorað sjálfa sig á hólm. Þorgrímur hitti nemendur í 10.bekk mánudaginn 20.janúar og átti þá góða stund með þeim. Samhliða heimsókn Þorgríms í skólann hefur verið ákveðið að bjóða foreldrum upp á samskonar fyrirlestur til þess að halda umræðunni áfram heimafyrir.
Foreldrafélag Lundarskóla ætlar því í samvinnu við foreldrafélög Naustaskóla, Brekkuskóla og Oddeyrarskóla að bjóða foreldrum í 10. bekk upp á fyrirlestur Þorgríms Sú hugmynd hefur oft verið viðruð að foreldrum stæði sami fyrirlestur til boða svo hægt væri að halda umræðunni áfram heimafyrir og hreinlega til að upplýsa foreldra um hvað hann ræðir við unglingana. Í ljósi þess vill hann bjóða foreldrum nemenda í 10. bekk upp á fyrirlesturinn Láttu drauminn rætast!
Fundurinn verður á sal Brekkuskóla fimmtudaginn 23.janúar kl. 20:00.