Frábær frammistaða nemenda í Lundarskóla

Í gær miðvikudaginn 4. mars tóku nemendur Lundarskóla þátt i Skólahreysti sem fór fram í Íþróttahöllinni. Fyrir hönd Lundarskóla kepptu Jóhann Gunnar og Aron í 10.bekk og  Sigrún og Iðunn í 9.bekk. Varamenn voru Eysteinn og Ronja nemendur í 10.bekk. Krakkarnir stóðu sig öll mjög vel og báru sigur úr býtum. Einnig voru áhorfendur frábæri og er mikil lífsleikni og hópefli fólgin í þátttöku í verkefnum sem þessu.

Í gær var einnig Stóra upplestrarkeppnin haldin í sal MA. Þar tóku nemendur í 7. bekk í grunnskólum Akureyrar þátt og stóðu allir sig mjög vel. Lundarskóli átti tvo fulltrúa í lokakeppninni, þau Björgvin Kató og Hólmdísi Rut.

Lundarskóli átti fulltrúa í verðlaunasæti í gær þar sem Hólmdís Rut lenti í 2. sæti.

Við í Lundarskóla eru mjög stolt af okkar nemendum og óskum þeim öllum til hamingju með frammistöðuna í gær.