Foreldraviðtöl

Mánudaginn 29. febrúar verða Foreldraviðtöl í skólanum og það hafa væntanlega allir fyllt út frammistöðumatið á Mentor fyrir viðtölin.

Nemendur í 6. bekk verða  með kaffisölu á sal Lundarskóla til fjáröflunar vegna fyrirhugaðrar skólaferðar að Reykjum á næsta ári. Kaffi, te eða djús og meðlæti kostar 500 krónur.

Útivistardagurinn er fyrirhugaður mánudaginn 7. mars og þeir sem ætla að fá lánaðan búnað geta látið mæla fyrir búnaðinum í anddyri skólans. Það er nauðsynlegt að að láta mæla svo að allt gangi sem best fyrir sig þegar upp í Hlíðarfjall er komið.