Foreldrar og forráðamenn

Við viljum þakka börnunum ykkar fyrir frábæra skemmtun á árshátíðinni í gær. Þau sem voru að sýna voru alveg einstök og nemendur í 10. bekk  stóðu sig afar vel við að undirbúa hátíðina. Einnig stóðu allir nemendur sig vel sem áhorfendur. Við erum afar stolt af okkar nemendum og starfsfólki. Einnig viljum við þakka foreldrum/forráðamönnum fyrir komuna á árshátíðina.

Framundan er vetrarfrí þ.e. dagana 18.-20. febrúar og við vonum að þið og nemendur njótið ykkar vel í fríinu. Í byrjun mars verður starfsdagur og einnig foreldraviðtöl. Frekari eru upplýsingar um foreldraviðtölin voru sendar í tölvupósti til foreldra varðandi frammistöðumatið. Þar bendum við  ykkur á að skoða bréfið í viðhenginu vel og óskum eftir að þið hjálpið börnunum ykkar við frammistöðumatið eftir bestu getu.

Bestu kveðjur stjórnendur Lundarskóla