Upplýsingar um starfsmenn

Upplýsingar um starfsmenn

Gunnlaugur Víðir Guðmundsson er geðþekkur ungur maður. Brúnn maður. Hann hefur dálæti af ræktinni, fótbolta og kotasælu. Áður en Gunnlaugur, eða Gulli eins og hann er almennt kallaður, fór að vinna í félagsmiðstöð vann hann fyrir sér sem póstmaður. En síðan eru liðin fjölmörg ár. Gulli fór í skóla, lærði tómstunda- og félagsmálafræði og er spekingur. Netfang: gunnlaugur@akureyri.is

 

Anna Guðlaug Gísladóttir hefur stundum verið nefnd mamma Tróju. Anna mætti grimmt í sína eigin félagsmiðstöð og varð starfsmaður félagsmiðstöðva fyrir meira en tug ára síðan. Hún hefur gaman af bandý, er sjúklega góð í borðtennis og hefur setið námskeið um kynlíf og samskipti. Anna kann eitthvað í sálfræði og veit ýmislegt um áhættuhegðun ungmenna og forvarnir, hún var nefnilega líka í skóla. Netfang:annagudlaug@akureyri.is

Hákon Örn Hafþórsson, eða Konni Conga, er alræmdur rappari í Akureyrarbæ og ber þar helst að nefna „Sundferðin mikla“. Undanfarin ár hefur Konni verið að grilla með geðfötluðum enda nett ruglaður sjálfur. Hann hefur gaman af löngum göngutúrum við sjóinn, fótbolta og Snapchat bloggi. Konni kann að kenna börnum og unglingum ýmislegt, því það er það sem hann lærði í skólanum sínum. Svo er hann líka pabbi. Konni tekur við af Óla Gunn sem er að fara að leika við Kambódísk börn. Netfang: hakon@akureyri.is

 

Vilborg Hjörný Ívarsdóttir er með þrjár háskólagráður, þrjú börn og er í Crossfit. Villa kemur ný inn og ætlar að setja fókusinn á miðstigið. Það er alveg bannað að gefa Villu sykur en almennt er hún mjög umhyggjusöm, ákveðin, hress og fyndin. Netfang: vilborgi@akureyri.is
Síminn á skrifstofunni er 4601239