Dagur læsis

Alþjóðlegur dagur læsis er á morgun 8.september. Það voru Sameinuðu þjóðirnar sem gerðu þennan dag að alþjóðadegi læsis árið 1965. Við í Lundarskóla ætlum að taka þátt í þessum degi og byrja daginn með því að lesa í u.þ.b. 20 mínútur. Eftir lesturinn fara svo allir nemendur skólans í gönguferðir eins og fyrr hefur verið greint frá í tölvupósti og á heimasíðu Lundarskóla.

Alþjóðadagur læsis er haldinn ár hvert og í ár eru margir viðburðir í boði. Miðstöð skólaþróunar við HA, Bókasafn HA, Amtsbókasafnið, skóladeild Akureyrarbæjar og Barnabókasetur Íslands starfa saman að undirbúningi læsisviðburða á Akureyri og hér má sjá nánari upplýsingar um viðburði dagsins.