Category: Tilkynning

Frá 10. bekk

10. bekkur ætlar að gróðursetja nk. sunnudag í samstarfi við Skógræktarfélag Eyfirðinga og Sólskóga ehf. Plöndum til að kolefnisjafna skutlið. Það er ekki komið í ljós hversu margar plönturnar verða en við erum að safna upp í vonandi heilan helling 🙂 Endilega takið þátt í þessari frábæru fjáröflun.

Uppbrot í skólastarfi

Í Lundarskóla er hefð fyrir því að hafa Fjölgreindarleika þar sem nemendum er skipt niður í hópa þvert á árganga. Nemendur í 10 bekk sáu um hópstjórn, vinabekkir tengdir saman þar sem eldri nemendur fylgdu þeim yngri. Fjölbreyttar stöðvar voru í boð fyrir nemendur og allir stóðu sig rosalega vel....

Dagur læsis 8. september

Í tilefni af Degi læsis, þann 8. september, verða þrjú útibókasöfn vígð við Amorohúsið kl. 16.00. Nánari upplýsingar um vígsluna og aðra viðburði á Degi læsis er að finna í meðfylgjandi fréttabréfi frá Amtsbókasafninu. Þar eru líka upplýsingar um Lestrargönguna á Akureyri sem er verkefni á vegum Barnabókaseturs og snýst...

Göngudagur

Göngudagur Lundarskóla mánudaginn 2. september Hinn árlegi Göngudagur Lundarskóla verður mánudaginn 2. september næstkomandi. Hér að neðan má finna ýmsar upplýsingar um skipulagið þennan dag. Nemendur mæta í sína heimastofu kl. 8:10 Nemendur komi klæddir eftir veðri og aðstæðum með hollt og gott nesti í þægilegum bakpoka. Gott er að...

Skólasetning Lundarskóla

Senn líður að skólabyrjun og fimmtudaginn 22. ágúst verður skólasetning í sal Lundarskóla á eftirfarandi tímum: 2. – 4. bekkur kl. 9:00 5. – 7. bekkur kl. 10:00 8. – 10. bekkur kl. 11:00 Skólastjóri setur skólann og eftir það fara nemendur með umsjónarkennurum í stofu þar sem þeir fá...

Viðurkenningar Fræðsluráðs

Í gær, mánudaginn 27. maí voru veittar viðurkenningar Fræðsluráðs. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Viðurkenning er einnig staðfesting...

Í lok skólaárs

Núna styttist í annan endann á þessu skólaári. Síðustu dagar skólaársins verða með nokkuð óhefðbundnu sniði þar sem nemendur taka þátt í vettvangsdögum og 10. bekkur fer í skólaferðalag. Miðvikudaginn 29. maí og föstudaginn 31. maí verða vettvangsdagar og þá lýkur kennslu um kl. 12:00. Eftir kennslu fara nemendur í...