Category: Tilkynning

Útivistardegi frestað til morguns

Því miður þá verðum við að fresta útivistardeginum í Hlíðarfjalli í dag vegna veðurs. Kennsla verður því samkvæmt stundarskrá í dag 19. mars. Samkvæmt skipulagi þá er áætlað að fara í fjallið á morgun miðvikudaginn 20. mars. Ef eitthvað breytist með það þá verða upplýsingar settar á heima- og facebooksíðu...

Hlíðarfjall á morgun

Á morgun er áætlað að hafa útivistardag í Hlíðarfjalli. Samkvæmt veðurspá á að vera suð-vestan átt og því gæti orðið hvasst í fjallinu. Við verðum í sambandi við starfsfólk Hlíðarfjalls á morgun og metum stöðuna fyrir skólabyrjun. Þá athugum við hvort það verði opið í fjallinu og hvort skipulagið haldi....

Útivistardagur í Hlíðarfjalli

Útivistardagur Lundarskóla verður þriðjudaginn 19. mars. Allir fara í Hlíðarfjall á skíði, bretti, þotu eða sleða. Skóladegi lýkur þegar komið er heim að skóla. Allir nemendur sem skráðir eru í mat fá að borða þegar komið er til baka. Frístund tekur við nemendum sem skráðir eru þennan dag að loknum...

Stóra upplestrarkeppnin í Lundarskóla

Í morgun var Stóra upplestrakeppnin í 7. bekk haldin í Lundarskóla. Á hverju ári hefst keppnin á degi íslenskrar tungu 16. nóvember, og lýkur venjulega í mars með því að valdir eru þrír bestu upplesarar í hverju byggðarlagi, eða í umdæmi hverrar skólaskrifstofu. En áður en að því kemur fer...

Hvassviðri

Spáð er suðvestanroki fram eftir degi og e.t.v. verður hvassara í kringum hádegi eða þegar skóla lýkur hjá yngstu nemendunum. Við biðjum því foreldra að fylgjast vel með veðrinu og meta hvort þörf sé á að sækja börnin í skólann. Þetta á við þau börn sem  sem ekki fara í...

Glæsileg árshátíð

Nemendur Lundarskóla stóðu sig frábærlega á árshátíðinni í dag. Eftir strangar æfingar skein gleði úr hverju andliti og mikil tilhlökkun til að stíga á svið. Margir foreldrar, forráðamenn og ættingjar lögðu leið sína í skólann til að horfa á árshátíðarsýningu og njóta veitinga. Á morgun verða tvær sýningar í boði...