Category: Óflokkað

Starfsdagur og viðtöl

Mánudaginn 12. nóvember verður starfsdagur í Lundarskóla og þá verða nemendur Lundarskóla í fríi. Einnig verða foreldraviðtöl 20. nóvember og þá mæta nemendur aðeins í viðtal til umsjónarkennara í fylgd foreldra/forráðamanna. Upplýsingar varðandi vitölin voru sendar heim í tölvupósti í síðustu viku. Ef eitthvað er óljóst þá má hafa samband...

Þeir fiska sem róa

2. bekkur í Lundarskóla hefur síðustu daga unnið með fiskaþema. Í dag heimsótti sjómaður nemendur og sýndi þeim ólíka fiska ásamt því að gera að þeim. Nemendur vour mjög áhugasamir og hver veit nema einhver þeirra eigi eftir að róa og fiska.  

Haustfrí og starfsdagur

Við minnum á starfsdag í Lundarskóla miðvikudaginn 17. október. Þá eru nemendur í fríi. Fimmtudaginn 18. og föstudaginn 19. október er haustfrí í grunnskólum Akureyrar. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 22. október. Njótið frísins og samveru.

Göngudagur Lundarskóla föstudaginn 31. ágúst

Hinn árlegi Göngudagur Lundarskóla verður föstudaginn 31.ágúst næstkomandi og hér að neðan eru upplýsingar um skipulagið. Nemendur mæta í sína heimastofu kl. 8:10 Nemendur komi klæddir eftir veðri og aðstæðum með hollt og gott nesti í þægilegum bakpoka. Gott er að hafa vatnsbrúsa með. Hugið vel að skófatnaði og hafið...

Upplýsingar

Af gefnu tilefni þá óskum við eftir að nemendur og starfsfólk Lundarskóla komi ekki með hnetur eða hnetutengt nesti í skólann. Ástæðan fyrir þessu er sú að í skólanum eru einstaklingar með bráðaofnæmi fyrir hnetum. Bráðofnæmi er ávallt alvarlegt fæðuofnæmi sem getur haft þær afleiðingar að einstaklingar fá ofnæmiskast sem...

Skólasetning

Senn líður að skólabyrjun og þriðjudaginn 21. ágúst verður skólasetning í sal Lundarskóla á eftirfarandi tímum: 2. – 4. bekkur kl. 9:00 5. – 7. bekkur kl. 10:00 8. – 10. bekkur kl. 11:00 Skólastjóri setur skólann og eftir það fara nemendur með umsjónarkennurum í stofu þar sem þeir fá...