Category: Óflokkað

100 miða leikur SMT

Síðustu tvær vikurnar var 100 miða leikur í Lundarskóla. Leikurinn er eins og lottó þar sem allir geta unnið sem fylgja SMT reglum skólans. Í lok leiksins eru nokkrir nemendur dregnir út og fá sérstaka umbun með stjórnendum skólans. Á fimmtudaginn fá eftir taldir nemendur umbun þar sem þeir voru...

Fjáröflun 10. bekkjar

Við minnum á að í dag er síðasti dagurinn til að panta og greiða fyrir sundpoka og brúsa. Munið að greiða fyrir eldri pantanir 👍 https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSd5GYmirJZBIPKqCRejZO2N2MIELJBnXwytpLFeuHbZ-tWP2Q/viewform?fbclid=IwAR2FElpGY-loBrGUybNmJaF83

Lestrarátak í 1. og 2. bekk

1. og 2. bekkur hefur síðastliðnar þrjár vikur unnið með bókina Sjóræningjarnir í næsta húsi. Unnin hafa verið fjölbreytt verkefni m.a. var börnunum blandað saman í stöðvavinnu þar sem íþróttakennarar unnu einnig með umsjónarkennurum. Í tengslum við þessa vinnu var eflt til lestrarátaks þar sem börnin söfnuðu gullsteinum í fjársjóðskistu....

Skóli í dag

Skóli fellur ekki niður í dag en þar sem vont er verður veður um land allt viljum við vekja athygli forráðamanna á verklagsreglum sviðstjóra fræðslusviðs vegna óveðurs eða ófærðar. Verklagsreglurnar má sjá hér. Skóli fellur ekki niður í dag.

Betri fata dagur 30. nóvember

Árið 1918 er eitt af merkari árum í sögu þjóðarinnar og þann 1. desember það ár varð Ísland frjálst og fullvalda ríki. Í tilefni dagsins, sem ber upp á laugardag þetta árið, verður betri fata dagur í Lundarskóla föstudaginn 30. nóvember. Við hvetjum starfsfólk og nemendur til að taka þátt...

Bekkjarkvöld hjá 5. bekk

Fimmtudaginn síðastliðinn héldu 5. bekkingar og fjölskyldur þeirra stórskemmtilegt bekkjarkvöld þar sem krakkarnir sýndu listir sínar og foreldrar buðu upp á fjölbreytta hressingu. Fjölmörg atriði voru sýnd á sviði, bæði leikþættir, dansatriði og söngur, fimleikasýning, hljóðfæraleikur, vísindasýning og þrautir. Krakkarnir sýndu einnig hópdansatriði sem þau áttu frumkvæði að og höfðu...