Category: Fréttir

Gjöf til skólans

Í morgun kom Hlynur Örn Zophoníasson foreldri við skólann og afhenti skólanum nýja tölvu að gjöf. Við í Lundarskóla þökkum Hlyni kærlega fyrir og mun tölvan nýtast skólanum vel.

4. bekkur sigraði

4.bekkur í Lundarskóla sigraði í sínum flokki á grunnskólamóti UFA í frjálsum íþróttum sem fer fram í þessari viku. Keppt er í 60 m hlaupi, 600 m hlaupi, langstökki, boðhlaupi og reiptogi. 4. bekkur :Þriðjud. 20. maí 5. bekkur :Miðviukud. 21. maí 6. bekkur :Fimmtud. 22. maí 7. bekkur :Föstud....

Jón Kristinn skákmeistari Akureyrar

Jón Kristinn skákmeistari Akureyrar 2014 Sá fáheyrði atburður gerðist um síðustu helgi að unglingur úr 9. bekk tryggði sér titilinn skákmeistari Akureyrar árið 2014. Við Óskum honum að sjálfsögðu til hamingju með þennan frábæra árangur. Lesa má meira um þetta á vef skákfélagsins.