Bréf frá matreiðslumanni

Kæru foreldrar og nemendur Lundarskóla,
Gunnar heiti ég og er matreiðslumaður í Lundarskóla. Nú er vetrarstarfið hafið og nýtt fólk í eldhúsinu, búið er að gera breytingar á eldhúsinu og aðstaða verið bætt. Kominn er nýr ofn til viðbótar við þann sem áður var og eru nú 20 skúffur í stað 10 áður. Einnig var keyptur nýr pottur en hann er of lítill og verður honum skilað og annar stærri kemur í staðinn. Biðin eftir stærri potti er tveir mánuðir en til lengri tíma ætti það að vera betra fyrir okkur öll. En vegna þessa verður ekki hægt að bjóða uppá ýmislegt sem að ég ætlaði að gera s.s. ýmsa rétti sem unnir eru frá grunni á staðnum. Þetta ætti ekki að hafa mikil áhrif á matseðil Akureyrarbæjar en þið verðið látin vita ef bregða þarf út af honum. Þið eruð því beðin um að sýna biðlund þennan tíma en með samheldni tekst okkur að leysa úr öllum málum.
Bestu kveðjur,
Gunnar S. Björgvinsson og
starfsfólk í eldhúsi Lundarskóla.