Blár dagur

Miðvikudaginn 2. apríl n.k.verður blár dagur í Lundarskóla í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar. Um heim allan er fólk hvatt til að klæðast bláum fötum þennan ágæta dag til að vekja athygli á málefninu og í ár ætlum við að taka þátt. Því hvetjum við ykkur til að senda börnin bláklædd í skólann á miðvikudaginn.