Warning: include_once(/var/www/virtual/lundarskoli.is/htdocs/wp-content/plugins/wp-super-cache/wp-cache-phase1.php): failed to open stream: No such file or directory in /var/www/virtual/lundarskoli.is/htdocs/wp-content/advanced-cache.php on line 10 Warning: include_once(): Failed opening '/var/www/virtual/lundarskoli.is/htdocs/wp-content/plugins/wp-super-cache/wp-cache-phase1.php' for inclusion (include_path='.:/usr/share/php') in /var/www/virtual/lundarskoli.is/htdocs/wp-content/advanced-cache.php on line 10 Bekkjarkvöld hjá 5. bekk – Lundarskóli

Bekkjarkvöld hjá 5. bekk

Fimmtudaginn síðastliðinn héldu 5. bekkingar og fjölskyldur þeirra stórskemmtilegt bekkjarkvöld þar sem krakkarnir sýndu listir sínar og foreldrar buðu upp á fjölbreytta hressingu. Fjölmörg atriði voru sýnd á sviði, bæði leikþættir, dansatriði og söngur, fimleikasýning, hljóðfæraleikur, vísindasýning og þrautir. Krakkarnir sýndu einnig hópdansatriði sem þau áttu frumkvæði að og höfðu æft saman, við mikinn fögnuð áhorfenda. Fimmti bekkur og fjölskyldur áttu góða stund í skólanum sem heppnaðist afar vel.