Author: Maríanna Kristín Ragnarsdóttir

Frábær frammistaða nemenda í Lundarskóla

Í gær miðvikudaginn 4. mars tóku nemendur Lundarskóla þátt i Skólahreysti sem fór fram í Íþróttahöllinni. Fyrir hönd Lundarskóla kepptu Jóhann Gunnar og Aron í 10.bekk og  Sigrún og Iðunn í 9.bekk. Varamenn voru Eysteinn og Ronja nemendur í 10.bekk. Krakkarnir stóðu sig öll mjög vel og báru sigur úr...

Gætum öryggis

Í ljósi þess að Covid-19 veiran hefur gert vart við sig á Íslandi ber okkur skylda til að sýna aðgát og fara eftir tilmælum frá Embætti landlæknis og almannavörnum. Hér í viðhengi má finna viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldur 2020 (lokadrög) og einnig er hlekkur á ráðleggingar til ferðamanna sem við getum...

SUND OG SKÍÐI Í VETRARFRÍI

Akureyrarbær býður grunn- og framhaldsskólanemum á Akureyri frítt í sund og á skíði. Miðvikudaginn 26. febrúar, fimmtudaginn 27. febrúar og föstudaginn 28. febrúar geta grunn- og framhaldsskólanemar á Akureyri farið í skíðalyfturnar í Hlíðarfjalli og í sundlaugar Akureyrar án endurgjalds. Grunnskólanemendur gefa upp kennitölu og nafn skóla í afgreiðslu og...

Uppbrot í skólastarfi

Útivistardagurinn sem er á skóladagatali Lundarskóla í mars verður þann 24.mars og þá verður nemendum Lundarskóla boðið í Hlíðarfjall. Þennan dag fá nemendur í 4. – 10. bekk að fara á skíði eða bretti með starfsfólki skólans. Yngri nemendur renna sér á snjóþotum og leika sér í fjallinu. Þeir nemendur...

Stóra upplestrarkeppnin

Fyrr í vikunni var Stóra upplestrakeppnin í 7. bekk haldin í Lundarskóla. Ár hvert taka 10 – 12 nemendur þátt í keppninni innan skólans og þeir standa sig ávalt  allir með prýði. Tveir nemendur og einn varamaður eru svo valdir til áframhaldandi þátttöku í loka keppninni fyrir hönd skólans. Lokakeppnin...

Áshátíðarball

Áshátíðarball fyrir nemendur í 7. – 10.bekk verður í kvöld föstudaginn 14.febrúar. Maturinn hefst kl. 18:30 fyrir 8. – 10. bekk og ballið sjálft kl. 20:30. Þrátt fyrir að veðurspáin hafi ekki verið góð fyrir daginn í dag þá er allt á áætlun hjá unglingunum okkar 😉 Góða skemmtun kæru...