Author: Maríanna Kristín Ragnarsdóttir

5. bekkur heimsótti VMA

Á föstudaginn í síðustu viku fóru nemendur í 5.bekk, kennarar og námsráðgjafi Lundarskóla í heimsókn í VMA. VMA tók vel á móti okkar fólki og birtu skemmtilega frétt um heimsóknina. Hér er slóð á fréttina sem vert er að lesa. https://www.vma.is/is/skolinn/frettir/nemendur-i-fimmta-bekk-lundarskola-i-heimsokn-i-vma?fbclid=IwAR2qM2wFNTSEccLfh7dcBxKlFJDF2mslJx3QUAXZV0q__nQIGwsfVdeLJyI

Til hamingju Legolads

Gaman að segja frá því að FLL-liðið „Legolads“ frá Lundarskóla sigraði í vélmennakappleik FLL í Reykjavík þann 9.nóvember sl. Jón Aðalsteinn Brynjólfsson er kennari liðsins sem hefur undirbúið sig vel á síðustu viknum fyrir keppnina. Norðurorka hefur stutt vel við bakið á liðinu og við þökkum þeim fyrir stuðninginn. Hér...

Frá þemadögum

Í síðustu viku voru þemadagar í Lundarskóla og í tilefni þeirra komu foreldrar/forráðamenn og aðrir gestir í skólann til að skoða og spjalla við nemendur. Hér má sjá myndir af verkefnum og vinnu nemenda og hér er einnig hlekkur á heimasíðu sem nemendur á unglingastigi gerðu um umhverfismál.  

Þemadagar og opið hús

Í næstu viku 29. október – 1. nóvember verða þemadagar í Lundarskóla. Á þemadögum verður áhersla lögð á umhverfismál á öllum stigum. Umhverfismálin verða tengd við nokkra þætti og þar má m.a. nefna lífsstíl fólks, heilsu, náttúruvernd og fl. Á þemadögunum verða nemendur mikið á ferðinni um skólann, kennsla verður...

Starfsdagur og haustfrí

Við minnum á starfsdag í Lundarskóla miðvikudaginn 16. október. Þá eru nemendur í fríi. Fimmtudaginn 18. og föstudaginn 19. október er haustfrí í grunnskólum Akureyrar. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 21. október. Njótið frísins og samveru.