Árshátíð

Ágætu foreldrar/forráðamenn nemenda í Lundarskóla.

Hér er hægt að sjá bréfið sem sent var heim.  Árshátíð 2014

Árshátíð skólans verður haldin miðv. 26. og fimmtud. 27. febrúar nk.

Að venju sýna nemendur 2., 4. og 6. bekkjar ásamt leiklistarvali en 1., 3., 5. og 7. bekkir sýndu á litlu jólunum. Þetta fyrirkomulag er vegna fjölda nemenda og með það að leiðarljósi að sem flestir komi fram á skemmtunum skólans. Myndverk eftir nemendur sem ekki taka þátt í sýningum eru til sýnis á göngum og í kaffistofum.

 

Kennsla – gæsla.

Skipulag árshátíðardaganna (sjá tímasetningar á næstu bls.) er með þeim hætti að á miðvikudag lýkur kennslu kl 11:20 hjá 7. – 10. bekk en 11:30 hjá 1. – 6. bekk. Lundarkot (Frístund) verður opið frá 11:30. Þeir sem vilja nýta sér það og hafa ekki skráð börn sín hafi samband við Önnu Maríu fyrir 24. febrúar. Ekki er matur þessa daga nema fyrir Lundarkotsbörn.  Engin kennsla er á fimmtudag en Lundarkot opið fyrir þau börn sem hafa verið skráð þar.  Á föstudag er aftur kennt samkvæmt stundaskrá.

 

Aðgangseyrir – sýning og veislukaffi. (Allur ágóði að frádregnum kostnaði fer í ferðasjóð 10. bekkinga).

Aðgangseyrir á sýningar er 500 krónur fyrir fullorðna og nemendur í öðrum skólum, ókeypis fyrir nemendur skólans og börn undir skólaaldri.  Þeir sem fara á fleiri en eina sýningu greiða aðeins einu sinni.  Miðasala hefst hálftíma fyrir sýningu.

 

Kaffihlaðborð sem 10. bekkingar sjá um kostar 700 kr. fyrir fullorðna, 500 kr. fyrir börn á skólaaldri og 200 kr. fyrir börn undir skólaaldri.

Látið endilega sjá ykkur.

 

Við viljum minna á að nemendum skólans er skylt að mæta á sýningu sem þeir eru skráðir á þar sem hún telst vera hluti af skólatíma.

Börn í 1. og 3. bekk sem koma án foreldra mæta í sína stofu 15 mínútum fyrir sýningu sem sem þau eiga að horfa á.

Foreldrar barna sem sýna, mæta á sýningu sem þeirra barn tekur þátt í. Ath. að leikendur geta ekki sest  hjá foreldrum sínum í salnum að leikriti loknu. Þeir munu bíða í sínum stofum þar til sýningu lýkur.

Gert er ráð fyrir að nemendur komi í betri fötum á árshátíðina.

 

Við hvetjum alla foreldra og skyldmenni að koma í skólann og eiga ánægjulega stund með börnunum.

 

Góða skemmtun,

 starfsfólk Lundarskóla.

 

Árshátíð Lundarskóla

miðvikudaginn 26. og fimmtudaginn 27. febrúar 2014

 

Fyrri sýning                 Miðvikudagur

Tími

Áhorfendur

Skemmtikraftar

 

Kl. 14

 

2. b. hópur 1

3. b. hópur 1

5. b. B201

7. b. B205

9. B

10. b. A hópur

          2. b.  hópur 1

            Atriði úr

   „Skilaboðaskjóðunni“                                             

4. b. Birki

  Atriði úr „Mary Poppins“          

6. b. B206

 „Hraðfréttir og auglýsingar“

Leiklistarval

  „Þar sem okkur líður vel…“

Kl. 15:30

Kaffihlaðborð

 

Seinni sýning

Kl. 17

 

2. b. hópur 2

3. b. hópur 2

4. b. Lerki

5. b. B202

8. b. hópur 1

10. b. B hópur

 

2. b. hópur 2

4. b. Furur

6. b. B210

Leiklistarval

(Sömu atriði og á fyrri sýn.)

Kl. 18:30

           Kaffihlaðborð

 

 

Fyrri sýning                             Fimmtudagur

Tími

Áhorfendur

Skemmtikraftar

Kl. 9:00

 

1. b. B103

2. b. hópur 3

4. b. Birki

5. b. B203

6. b. B206

8. b. hópur 2

10. b. C hópur

          2. b. hópur 3

4. b. Lerki

6. b. B210

Leiklistarval

 

(Sömu atriði og á fyrri sýn.)

Kl. 10:30

Kaffihlaðborð

 

Seinni sýning

Tími

Áhorfendur

Skemmtikraftar

Kl. 12:00

                1. b. B107

4. b. Furur

6. b. B210

7. b. B209

9. S

10. D hópur

          2. b. hópur 1

4. b. Birki

6. b. B206

Leiklistarval

 

(Sömu atriði og á fyrri sýn.)

Kl. 13:30

Kaffihlaðborð