Árshátíð Lundarskóla

Í dag miðvikudag og morgun fimmtudag verður árshátíð Lundarskóla. Nemendur hafa lagt mikið á sig við æfingar á leikverkum síðustu daga og vikur. Við hvetjum foreldra og ættingja að koma og njóta samvistar með okkur og horfa á skemmtilega sýningu. Við minnum einnig á kaffisölu 10.bekkjar sem verður eftir sýningar á A gangi uppi.