Árshátíð Lundarskóla

Árshátíð skólans verður haldin miðvikudaginn 11. febrúar nk.

Að venju sýna nemendur 2., 4. og 6. bekkjar ásamt leiklistarvali.  Aðrir bekkir sýndu á afmælishátíð skólans og á litlu jólunum. Þetta fyrirkomulag er vegna fjölda nemenda og með það að leiðarljósi að sem flestir komi fram á skemmtunum skólans. Myndverk eftir nemendur sem ekki taka þátt í sýningum eru til sýnis á göngum og í kaffistofum.

Kennsla – gæsla.

Skipulag á árshátíðardaginn má sjá hér neðar í skjalinu. Ekki er hefðbundin kennsla þennan dag og nemendur mæta aðeins samkvæmt skipulaginu. Allir nemendur í 1.-4. bekk geta mætt í skólann kl. 8:15-11:30 og tekið þátt í hópastarfi á vegum frístundar foreldrum að kostnaðarlausu. Við hvetjum foreldra til að nýta sér það. Ekki þarf að skrá sérstaklega í þetta hópastarf. Þeir sem mæta verða að taka með sér holt og gott nesti og vera klæddir til að taka þátt í útiveru og starfi í íþróttahúsinu. Ekki er matur þennan dag nema fyrir nemendur sem skráðir eru í frístund.

Aðgangseyrir – sýning og kaffihlaðborð. (Allur ágóði að frádregnum kostnaði fer í ferðasjóð 10. bekkinga).

Aðgangseyrir á sýningar er 500 krónur fyrir fullorðna og nemendur í öðrum skólum, ókeypis fyrir nemendur skólans og börn undir skólaaldri.  Þeir sem fara á fleiri en eina sýningu greiða aðeins einu sinni.  Miðasala hefst hálftíma fyrir sýningu.

Kaffihlaðborð sem 10. bekkingar sjá um kostar 1000 kr. fyrir fullorðna, 500 kr. fyrir börn á skólaaldri.

Við viljum minna á að nemendum skólans er skylt að mæta á sýningu sem þeir eru skráðir á þar sem hún telst vera hluti af skólatíma.

Börn í 1. og 3. bekk sem koma án foreldra mæta í sína stofu 15 mínútum fyrir sýningu sem þau eiga að horfa á.

Foreldrar barna sem sýna, mæta á sýningu sem þeirra barn tekur þátt í. Ath. að leikendur geta ekki sest  hjá foreldrum sínum í salnum að leikriti loknu. Þeir munu bíða í sínum stofum þar til sýningu lýkur.

Gert er ráð fyrir að nemendur komi í betri fötum á árshátíðina.

Skipulag á sýningum var sent heim í tölvupósti.

Við hvetjum alla foreldra og skyldmenni til að koma í skólann og eiga ánægjulega stund með börnunum.

Góða skemmtun,

 starfsfólk Lundarskóla.