Aðsend grein frá nemendum

Dagana 21. og 22. janúar voru þemadagar í Lundarskóla. Við í 5.-7. bekk unnum saman og vorum fræðast um ýmislegt sem tengist nýtni og vistspori. Við fræddumst t.d um endurnýtingu á fötum og hvað matur ferðast langt áður enn hann kemur til okkar. Vissir þú að það eru gerðir allskyns hlutir við ávextina okkar á meðan það er verið að rækta þá, t.d. er skordýraeitri spreyjað á banana og vax sett á eplin? Þegar við vorum að læra endurnýtingu á fötum klipptum við boli og bjuggum til innkaupapoka. Einnig vorum við að skoða óskilamunina í Lundarskóla og KA heimilinu. Kostaður óskilamunanna í Lundarskóla og frístund er u.þ.b. 992.200 kr. en í KA heimilinu var kostaðurinn u.þ.b. 625.000 kr. Í einu verkefninu fóru hóparnir í kjörbúðir í nágrenninu að skoða hvaðan í heiminum ýmsar matvörur koma. Tveir í hverjum hóp fóru að spjalla við verslunarstjórann og spyrja hann spurninga.

Við lærðum ýmislegt af þessu verkefni, t.d. að það er hægt að endurnýta föt, við ættum alltaf að skola matinn áður en við borðum hann og helst að reyna að kaupa íslenskan mat til að minnka vistsporið okkar.

Lilja Gull Ólafsdóttir 7.bekk

Hugi Elmarsson 7.bekk

Ólafur Kristinn Sveinsson 6.bekk

Arna Sigríður Gunnlaugsdóttir 6.bekk