Aðalfundur foreldrafélags Lundarskóla

Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn miðvikudaginn 23. apríl næstkomandi, kl. 19:30.  Gert er ráð fyrir að fundurinn standi  í um hálftíma og eftir fundinn mun Guðjón Hreinn Hauksson halda  stuttan fyrirlestur um börn, tölvur og forvarnir, hvað eru börnin okkar að gera í tölvunni !?!?!

Ég auglýsti eftir framboðum til foreldrafélagsins hér um daginn.  Fram komu 3 framboð, sem er frábært, en enn vantar gjaldkera og hvet ég áhugasama til að mæta á fundinn.   Dagskrá fundarins er sem hér segir;

 • Skýrsla stjórnar.
 • Skýrsla gjaldkera.
 • Kosning til stjórnar.  Þeir sem hafa boðið sig fram;
 1. Egill Heinesen til varaformanns
 2. Stella Sverrisdóttir til ritara
 3. Svanhvít Íris Valgeirsdóttir til meðstjórnan da
 • Skólaráð.
 • Afhending gjafabréfs til skólans.
 • Nokkur orð frá skólastjóra.
 • Lagabreytingar.
 • Önnur mál

Bestu kveðjur

Elísabet Hjálmarsdóttir, formaður