ABC- barnahjálpin

 Þessir piltar í 5. bekk komu færandi hendi og afhendu 10 þúsund krónur í söfnun fyrir ABC- barnahjálpina, Börn hjálpa börnum. Þeir höfðu selt armbönd til að standa straum af kostnaði við Orkumótið í Vestmannaeyjum sl. sumar en síðan þurftu þeir ekki að nota peningana og eins og einn þeirrra orðaði það þá hefur þetta bara safnað ryki heima í vetur. Nú er 5. bekkur að hefja söfnun fyrir ABC barnahjálpina og þeim þótti það gott tækifæri til að dusta rykið af peningunum. Þetta er verulega falleg hugsun hjá piltunum.