Gætum öryggis

Í ljósi þess að Covid-19 veiran hefur gert vart við sig á Íslandi ber okkur skylda til að sýna aðgát og fara eftir tilmælum frá Embætti landlæknis og almannavörnum. Hér í viðhengi má finna viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldur 2020 (lokadrög) og einnig er hlekkur á ráðleggingar til ferðamanna sem við getum einnig tileinkað okkur.

https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item39191/Radleggingar-til-ferdamanna

<http://www.landlaeknir.is>

Það er ljóst að margir hafa verið erlendis í vetrarfríinu og í gær komu 180 manns með flugi frá Veróna á Ítalíu til Keflavíkur. Búið er að gefa það út að allir farþegarnir eiga að vera í tveggja vikna einangrun eftir ferðalagið og við vitum að fólk frá Akureyri var í þeim hópi. Ef þið vitið um einhverja sem voru í þessari ferð og eru hér starfandi við skólann eða nemendur þá þurfa þessir einstaklingar að vera heima í tvær vikur. Sama gildir um börn foreldra sem voru í vélinni.  Það er ef foreldrar einhverra barna voru í vélinni  þá gildir það sama um börn þeirra, þau verða að vera í sóttkví í tvær vikur ef þau hafa átt samneyti við foreldrana eftir að heim var komið.

Viðbragðsáætlun heimsfaraldur Lokadrög 2020 (1)

Við gætum öryggis og fylgjum leiðbeiningum sem koma frá Landlæknisembættinu, almannavörnum og sviðsstjóra fræðslusviðs.