Göngudagur

Göngudagur Lundarskóla mánudaginn 2. september

Hinn árlegi Göngudagur Lundarskóla verður mánudaginn 2. september næstkomandi. Hér að neðan má finna ýmsar upplýsingar um skipulagið þennan dag.

 • Nemendur mæta í sína heimastofu kl. 8:10
 • Nemendur komi klæddir eftir veðri og aðstæðum með hollt og gott nesti í þægilegum bakpoka. Gott er að hafa vatnsbrúsa með.
 • Hugið vel að skófatnaði og hafið hann góðan.
 • Munið eftir góða skapinu.
 • Þeir sem eru skráðir í mat eða í frístund hafa að sjálfsögðu kost á að nýta sér það.1. bekkur fer í fylgd sinna umsjónarkennara í gönguferð að Naustaskóla

 

 • 1. bekkur fer í fylgd sinna umsjónarkennara í Naustaskóla
 • 2. bekkur fer í fylgd sinna umsjónarkennara í Lystigarðinn og að Brekkuskóla
 • 3. og 4. bekkur gengur Nonnaleið
 • 5. bekkur Hamrar – gott að taka með sér handklæði og jafnvel aukaföt
 • 6. bekkur fer niður að höfn og í ferð með Húna

Nemendur í 7. – 10. bekk geta valið um viðfangsefni á göngudaginn. Þrír valmöguleikar verða í boði:

 1. Fálkafell. Gengið verður að Súluplani upp í Fálkafell og niður í Naustaborgir.
 2. Kjarnaskógur. Gengið frá Lundarskóla inn í Kjarnaskóg og staldrað þar við áður en gengið verður til baka.
 3. Hjólaferð. Minni Eyjarfjarðarhringurinn hjólaður og farið í sund í Akureyrarlaug á eftir.

Þeir sem velja þessa ferð þurfa að hjóla með hjálm og mæta með sundföt.

Áætlað er að leggja af stað í ferðirnar um kl. 8:45

Nemendur í 7.-10. bekk þurfa að vera búnir að láta umsjónakennara sinn vita hverja af ferðunum þeir velja í síðasta lagi fimmtudaginn 29. ágúst.  Foreldrar eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir með í ferðirnar.

Kveðja, starfsfólk Lundarskóla.