Hreyfimyndagerð í 4. bekk

Nemendur í 4. bekk hafa á undanförnum vikum unnið að hreyfimyndagerð með „stopmotion“ tækni. Myndirnar voru unnar sem hluti af ritunarverkefni nemenda og höfðu þeir nokkuð frjálsar hendur um efnistök og útfærslur á verkefninu.