Í dag var óvænt útivera hjá nemendum í 1.-6. bekk þar sem brunaboðinn í Lundarskóla fór í gang. Það var ekki þörf á að rýma skólann en vegna ólyktar á göngum og í nokkrum skólastofum var ákveðið að nýta góða veðrið og vera mikið úti. Ástæðan fyrir því að brunaboðinn fór í gang var bilun í mótor sem blæs út lofti af klósettunum sem hafði þau áhrif að spennir í rafmagnstöflu ofhitnaði og var um það bil að brenna yfir. Röð atvika varð til þess að ólykt barst um ganga skólans með loftræstikerfinu og þá sérstaklega í B álmu. Líkur eru á að nemendur hafi orð á þessu atviki heima þar sem þeir eru ekki vanir því að brunaboðinn fari í gang.

Viðgerðir hófust strax eftir atvikið.