Monthly Archive: apríl 2019

SKÓLALEIKUR

Hvað er „skólaleikur“. Haustið 2017 stóð Akureyrabær í fyrsta sinn fyrir „skólaleik“. Um er að ræða tveggja vikna aðlögunartímabil leikskólanemenda að grunnskólanum sínum. Þar sem nemendur eru í flestum tilvikum að koma úr fleiri en einum leikskólum bæjarins er lögð megináhersla á að börnin kynnist innbyrðis ásamt því að þau...

Íslandsmeistarar

Á mánudaginn varð kvennalið KA í blaki Íslandsmeistarar. Svo skemmtilega vill til að í liðinu er bæði nemandi og kennari í Lundarskóla. Jóna Margrét er nemandi í 10. bekk og Helga Guðrún kennir henni íslensku. Þegar Jóna var að æfa í yngri flokkum þá var Helga Guðrún þjálfarinn hennar og...

Fréttir og myndir úr 2. bekk

Siðustu 3 vikur hefur 2. bekkur verið í músaþema. Nemendur hafa unnið fjölbreytt verkefni, m.a. lásu þeir tvo fræðitexta og unnu þeim tengdum hugtakakort sem þeir síðan færðu inn í SimpleMind. Í dag enduðum við þemað á að fara í kahoot þar sem börnin kepptust við að svara hinum ýmsu...

Góð rýmingaræfing og Gulur dagur á morgun

Í morgun var rýmingaræfing í skólanum sem tókst mjög vel. Nemendur fóru eftir fyrirmælum og voru snöggir að rýma skólann. Þessi æfing gaf til kynna smá hnökra varðandi skipulagið hjá starfsfólki og þeirra staðsetningu. Skólastjórnendur munu endurskoða áætlunina í samstarfi við slökkvilið Akureyrar og lagfæra það sem þarf að lagfæra....

Rýmingaræfing

Nú í lok vikunnar verður rýmingaræfing hér í Lundarskóla. Við stjórnendur Lundarskóla óskum eftir því að nemendur verði með auka sokka í töskunni eða verði í inniskóm sem nemendur geta verið í meðan á rýmingunni stendur. Við vitum ekki nákvæmlega hvort æfingin verður á morgun eða föstudaginn. Gott er að...

Útivistardagur í Hlíðarfjalli 4. apríl

Á fimmtudaginn 4. apríl verður útivistardagurinn/skíðadagurinn okkar í Lundarskóla. Við fylgjum sama skipulagi og átti að vera þega dagurinn féll niður fyrir skömmu. Við förum í Hlíðarfjall og með því að smella hér má sjá skipulagið. Við höfum óskað eftir góðu veðri og reiknum með að fá ósk okkar uppfyllta. Að...